Það getur verið erfitt að halda glerinu í sturtunni hreinu og glansandi svo vel sé – en það er alls ekki vonlaust!
Hér er einföld og góð aðferð til að þrífa sturtuglerið á náttúrulegan hátt. Með þessari aðferð nærðu vatnsblettum og skellum af glerinu.
Það sem þarf
sítrónusafi eða sítróna skorin til helminga
svamp (ef sítrónusafinn er notaður)
edik
matarsóda
vatn
Aðferð
Nuddið sítrónusafa á glerið með svampinum eða fersku sítrónunni.
Blandið saman ediki og matarsóda og burstið glerið með blöndunni, og sérstaklega vel erfiða bletti.
Blandið vatni og ediki saman í spreybrúsa og notið það til að hreinsa matarsóda blönduna af glerinu.
Ágætt er síðan að nota rúðuhreinsi til að fægja glerið að lokum.
Sjáðu hér í myndbandinu hvernig þetta er gert