Það er gjarnan sagt að alvöru konur hafi línur en engu að síður sjást afar sjaldan konur með línur í auglýsingum eða á tískupöllunum.
Svo hvar eru allar þessar alvöru konur?
Hver eru skilaboðin?
Okkur er seld sú hugmynd að það sé sjálfsagt mál að vera með línur og þrýstinn líkama en samt eru okkur send allt önnur skilaboð með auglýsingum. Þau skilaboð eru: Við vitum að þú lítur ekki út eins og fyrirsæturnar í auglýsingum og tímaritum – en það er allt í lagi því alvöru konur eru með línur.
Venjulegar konur
Afar fá fyrirtæki, hvað þá tímarit, nota alvöru konur í auglýsingar sínar, það er að segja ekki atvinnu fyrirsætur. En annað slagið kemur þó einn og einn framleiðandi, og eitt og eitt tímarit, og sýnir okkur hvernig venjulegar konur líta út.
Fyrirtækið Torrid, sem framleiðir föt og undirföt á alvöru konur, óskaði á dögunum eftir því við fylgjendur sína á samfélagsmiðlum að þeir myndu senda þeim kynþokkafulla sjálfu. Markmiðið var að velja raunverulegar konur í nýja herferð fyrirtækisins sem nú hefur litið dagsins ljós. Auglýsingaherferðin sýnir þrýstnar konur af öllum stærðum og gerðum.
Konur eru eins ólíkar og þær eru margar og engar tvær konur eru eins – og ættum við ekki að fagna fjölbreytileikanum!
Þessar konur hér sendu m.a. myndir af sér í herferðina