Flestar konur kannast við þau óþægindi sem geta fylgt því að byrja að ganga í nýjum skóm.
Þeir eru þröngir og það þarf að ganga þá til sem þýðir stundum mikil óþægindi og oft á tíðum blöðrur og jafnvel hælsæri.
Einföld leið
Við látum okkur nú samt hafa það. Ekki geta nýju skórnir sem við freistuðumst til að kaupa verið upp á punt. Nei, þess vegna látum við okkur bara hafa það því það er einhvern veginn þess virði að lokum.
En við erum búin að finna lausnina fyrir þig svo þú þarft ekki að pína þig lengur – en lausnina er m.a. að finna í sokkaskúffunni þinni.
Svona kemur þú í veg fyrir óþægindin
- Náðu í nýju skóna þína.
- Finndu par af mjög þykkum sokkum og farðu í þá.
- Klæddu þig í skóna (þröngvaðu þér í þá).
- Taktu fram hárblásarann þinn og blástu á skóna og hitaðu þá upp.
- Gakktu skóna til í dágóða stund.
- Farðu úr sokkunum og berðu á þig krem sem ver þig frá blöðrumyndum (t.d Body glide, svitalyktaeyðir gengur líka)
- Farðu aftur í skóna… og njóttu þess að vera í þeim án þess að finna fyrir óþægindum.
Þetta er snilld! Sjáðu hér í myndbandinu