Karlmenn þurfa ekkert að vera að velta sér upp úr því þótt þeir séu ekki með „six-pack“ – alla vega ekki þegar kemur að áhuga kvenna og hvað konum finnst um þá.
Svo segja kannanir
Glæný könnun staðfestir nefnilega að konur velji frekar menn með svokallaðan pabba líkama heldur en þá sem eru með virkilega stæltan maga og brjóstkassa. En samkvæmt könnuninni segist tveir þriðju hluti kvenna frekar vilja giftast karlmanni með pabba líkamann en manni með „six-pack“.
Þá töldu 83 prósent kvennanna karlmenn með pabba líkamann vera sjálfsöruggari, 67 prósent sögðu þá meira aðlaðandi og 62 prósent gengu enn lengra og sögðu þá kynþokkafulla.
Vilja ekki viðurkenna það
En karlmenn eru samt sem áður ekkert viljugir að viðurkenna það að þeir séu með pabba líkama því aðeins 21 prósent þeirra sem spurðir voru viðurkenndu að svo væri. Engu að síður þá sagði 61 prósent mannanna að það að vera ekki stöðugt að passa sig og að hamast í ræktinni hefði bætt líf þeirra. Svo virðist vera sem viðhorf karla sé að breytast og sífellt fleiri menn segjast æfa annað slagið en líka borða pizzu þegar þá langar til.
Miðað við þetta geta karlmenn unað glaðir við sitt og fengið sér borgara og bjór í sumar og samt verið flottastir í sundskýlunni.