Það er ýmislegt sem leynist í dótakassa kvenna á okkar aldri – og auðvitað er það jafn misjafnt og við erum margar. En það er aldrei hægt að minna okkur nógu oft á það hversu mikilvægt er að halda kynlífsleikföngunum okkar hreinum.
Setjið öryggið á oddinn
Í bók sinni Lostaleikir hvetur kynfræðinginn Tracy Cox konur og menn til þess að setja öryggið á oddinn og fylgja eftirfarandi leiðbeiningum:
Haldið alltaf kynlífsleikföngunum ykkar aðskildum því sumar tegundir geta skemmst við að liggja upp við annað dót. Kauptu ódýra taupoka til að geyma þau í frekar en plastpoka.
Lestu leiðbeiningarnar á umbúðunum áður en þú hendir þeim. Ef engar leiðbeiningar finnast skaltu sækja þær á netið.
Ef þið deilið dótinu ykkar eða hyggist nota það bæði í leggöng og endaþarm er auðvelt og handhægt ráð að skella á það smokk.
Blautþurrkur eru frábærar til að strjúka af leikfanginu strax eftir notkun (og bara til að hreinsa til eftir kynlíf almennt).
Mjúk og gljúp leikföng úr gerviskinni (cyberskin), hlaupaefni eða gúmmí má oftast skola með sápu og vatni. Notaðu „sápulausar“ sápur eða hlutlausar ef þér hættir til að fá sveppasýkingar. Skolaðu og þurrkaðu leikföngin vandlega.
Sigga Lund