Nammidagurinn getur í raun verið á hvaða degi sem er. Því ræður þú auðvitað alveg sjálf/ur.
En næst þegar þú ætlar að leyfa þér eitthvað syndsamlega gott ættir þú kannski að prófa þessa girnilegu súkkulaðihúðuðu ísbita.
Það er einfalt að gera þá og þeir eru fullkomnir til að deila.
Það sem þú þarft
Ís (þú getur notað hvaða bragðtegund sem er)
2 bollar súkkulaði
1/2 bolli kókosolía
1/3 bolli Rice Crispies morgunkorn
Aðferð
Leyfðu ísnum að mýkjast örlítið upp áður en þú byrjar. Settu svo bökunarpappír í hæfilega stórt mót eða á bökunarplötu. Helltu ísnum í mótið og dreifðu úr honum og settu svo bökunarpappír yfir hann og geymdu í frysti yfir nótt.
Daginn eftir tekur þú bökunarpappírinn ofan af ísnum og skerð hann í litla kubba, hæfilega stóra fyrir einn munnbita. Settu ísinn aftur í frysti á meðan þú undirbýrð súkkulaðið.
Settu súkkulaðið og kókosolíuna í skál og bræddu í örbylgjunni í um það bil 90 sekúndur. Það er gott að stoppa annað slagið og hræra í. Leyfðu súkkulaðinu að kólna (gott að miða við stofuhita) og hrærðu svo Rice Crispies morgunkorninu út í.
Nú þurfa hlutirnir að gerast hratt. Þú tekur ísbitana úr frystinum og dýfir þeim í súkkulaðið og setur þá strax aftur í frysti svo súkkulaðihúðin nái að harna.
Þetta getur varla verið einfaldara – sjáðu hér í myndbandinu