Allir vita hvaða áhrif reykingar hafa á heilsuna
Hins vegar gera sér ekki alllir grein fyrir því hversu illa þær fara með húðina og skemmdirnar sem þær valda.
Þeir sem reykja fá fyrr hrukkur, húðin glatar hratt teygjanleika sínum, litaraftið verður grátt og baugar undir augum áberandi.
Fjórir eineggja tvíburar
Myndirnar hér að neðan af eineggja tvíburum eru fullkomið dæmi þess hvaða áhrif reykingar geta haft á útlitið. Eineggja tvíburar eru eins að öllu leyti og því þykir samanburður á þessum tvíburasystkinum sýna afdráttarlaust hversu mikil áhrif lífsstíll hefur á okkur.
Á myndunum hér að neðan er auðvelt að sjá hvor tvíburinn reykir.
Hvor tvíburinn heldurðu að reyki?
Nokkuð augljóst, ekki satt?
Auðvitað þessi vinstra megin.
Þessi hægra megin hefur aldrei reykt en systir hennar reykir 10 sígarettur eða meira á dag.
Í þessu tilfelli reyktu báðir bræðurnir en sá vinstra megin hætti 14 árum á undan þeim hægra megin.
Þarna sést vel hvað hvert ár skiptir miklu máli í þessu.
Hér er alveg ljóst að systirin vinstra megin er sú sem reykir.
Þessar systur reyktu líka báðar en sú vinstra megin hefur reykt 17 árum lengur en hin.
Það er svolítið magnað að sjá þetta svona, ekki satt!