Það getur vafist fyrir konum að blása á sér hárið enda ekki alltaf auðvelt að eiga við sitt eigið hár, hvort sem það er millisítt eða sítt.
Gengur illa að gera þetta sjálfar
Þegar konur fara í klippingu er hárið yfirleitt blásið fínt á eftir en mörgum gengur síðan illa að eiga við það sjálfar þegar þær þvo hárið og þurfa sjálfar að blása. Það er ákveðin kúnst að blása sítt hár svo vel sé en ekki gleyma að þetta er auðvitað eitthvað sem allir geta lært og að æfingin skapar meistarann.
Kennslumyndband
Í þessu myndbandi er farið á einfaldan hátt yfir grundvallaratriðin í því að ná blæstri eins og þú værir að koma af hárgreiðslustofunni.
Og síðan er auðvitað afar mikilvægt að nota réttu vörurnar fyrir þitt hár, svo árangurinn verði með allra besta móti.