Allir vita af skaðsemi reykinga á heilsuna og innri líffæri en ekki gera sér allir grein fyrir því að þær hafa líka áhrif á útlitið. Húð þeirra sem reykja eldist hraðar og langt um aldur fram.
Í þessu myndbandi var förðunarfræðingur fenginn til að farða nokkra unga einstaklinga sem reykja töluvert á hverjum degi. Markmiðið var að sýna hvaða áhrif reykingar geta haft á útlitið á 30 árum. Að lokinni förðun fengu þau síðan spegil til að skoða sig
Þeim brá þegar þau sáu hve gömul þau voru og líka hvað reykingarnar gerðu við tennurnar. Enda að loknu verkefninu sögðust þau ætla að endurskoða þetta og jafnvel hætta að reykja.
Í dag hafa reykingar aukist hjá ungu fólki og virðist það aftur komið í tísku að reykja.
Stoppum það sem allra fyrst – Reykingar eru ekki töff!