Það er víst ekki nóg að skola epli undir vatni eða nota eldhúsrúllu, bolinn sinn eða annað slíkt til að nudda eiturefnin af sem sprautað er á eplin í öllu ræktunarferlinu.
Eins og flestir vita þá geta þessi eiturefni verið á eplunum þegar við kaupum þau og það á víst einnig við lífrænt ræktuð. En þessi eiturefni geta valdið ógleði, uppköstum, svima, höfuðverk og kláða.
Best að skræla en…
Ein allra besta leiðin er auðvitað að skræla eplin áður en þau eru borðuð en þá vilja sérfræðingar meina að við verðum af mikilvægum næringarefnum.
Vísindamenn telja sig nú fundið bestu leiðina fyrir okkur til að losna við þessi efni af eplunum. Samkvæmt þeirra rannsóknum er gamli góði matarsódinn besta leiðin og er málið víst að skella eplunum í vatn með matarsóda í 12 til 15 mínútur. Með því telja þeir að losna megi við megnið af þessum efnum sem geta valdið okkur skaða.
Ágætt er að miða við 1 teskeið af matarsóda á móti 2 bollum af vatni.