Ef að þessi nammikaka gleður ekki sætindapúkann í okkur, þá veit ég ekki hvað!
Hún er ótrúlega einföld í framkvæmd enda njótum við dyggrar aðstoðar hennar Betty Crocker vinkonu okkar við undirbúninginn.
Svo verður líka allt svo gott sem inniheldur Snickers súkkulaði – og klárt mál að þessi nammikaka gleður stóra sem smáa.
Það sem þarf
1 pakki Betty Crocker Chocolate Chip Cookie Mix
1/3 bolli smjör við stofuhita
1 egg
½ bolli sæt mjólk (condensed milk)
1 bolli niðurskorið Snickers súkkulaði
½ bolli + 2 msk M&M sælgæti
Aðferð
Hitið ofninn að 180 gráðum.
Undirbúið ferkantað kökuform, um 20 cm að stærð, með því að spreyja það með bökunarspreyi eða smyrja aðeins með smjöri eða olíu.
Setjið Betty Crocker kökuduftið í skál og hrærið saman við smjörið og eggið. Hrærið varlega þar til þetta hefur blandast saman og er orðið að mjúku deigi.
Takið þá 2/3 hluta af deiginu og þrýstið í botninn á forminu. Látið inn í ofn og bakið í 15 mínútur.
Takið þá formið út úr ofninum og hellið sætu mjólkinni yfir kökubotninn.
Dreifið Snickers súkkulaðinu þar yfir ásamt ½ bolla af M&M súkkulaðinu.
Myljið restina af kökudeiginu síðan yfir sælgætið.
Og dreifið að lokum 2 msk af M&M þar yfir.
Setjið inn í ofn og bakið í 23 til 28 mínútur eða þar til kakan er orðin fallega gyllt að lit.
Takið kökuna þá út og látið hana kólna alveg áður en hún er skorin í bita.
Njótið!