Við erum alveg agalega veik fyrir avókadó enda er það svo bragðgott – fyrir utan hversu hollt og gott það er fyrir heilsuna og húðina.
En auk þess þá býður avókadó upp á ótal notkunarmöguleika og eru þær ófáar uppskriftirnar hér á Kokteil sem innihalda avókadó.
Og nú bætum við einni við, en þessi dásemdar ostakaka er með eindæmum falleg og girnileg – og líka svo ótrúlega sumarleg.
Það er eitthvað svolítið mexíkanskt við hana þessa.
Það sem þarf
300 gr rjómaostur
200 ml rjómi (til að blanda við avókadó)
150 ml rjómi
1 meðalstórt (eða stórt) avókadó, skorið í stóra bita
30 ml vatn
2 msk ferskur límónusafi
niðurrifið hýði af 2 límónum
¾ bolli sykur
1 pakki/poki matarlímsduft
1 bolli Grahams-kex, mulið
100 gr ósaltað smjör, bráðið
Aðferð
Rífið niður börkinn af límónunum og kreistið síðan safann úr þeim og setjið til hliðar.
Maukið kexið í matvinnsluvél (eða með töfrasprota) þar til það er orðið fínt.
Bætið þá smjörinu saman við og maukið saman.
Setjið blönduna síðan í botninn á um 25 cm stóru formi, þrýstið henni vel í botninn.
Látið formið inn í frysti í 10 mínútur.
Setjið matarlímsduftið í skál.
Hitið 150 ml af rjóma að suðu og blandið honum síðan við matarlímsduftið. Hrærið stanslaust í 2 mínútur eða þar til duftið hefur alveg verið leyst upp. Sigtið síðan og látið kólna.
Maukið avókadó, ost, sykur, 200 ml af rjóma, límónusafa, límónubörk og 30 ml af vatni vel saman í matvinnsluvél þar til blandan er orðin mjúk.
Bætið þá rjóma-matarlímsblöndunni út í og maukið saman þar til allt er orðið vel blandað, kremkennt og mjúkt.
Hellið blöndunni síðan í formið með kexinu og smyrjið vel yfir og sléttið úr.
Setjið inn í frysti í klukkutíma.
Takið þá kökuna úr forminu og skreytið með límónusneiðum og berki.
Njótið!
Uppskriftin er fengin hjá chefsheilla.com
Jóna Ósk Pétursdóttir – kokteillinn@gmail.com