Hver elskar ekki súkkulaði?
Og hversu margir láta þessa dásemd sífellt á móti sér af því þeir vilja ekki bæta á sig?
Súkkulaði nokkrum sinnum í viku
En er einhver ástæða til þess að láta súkkulaði sífellt á móti sér?
Ekki ef eitthvað er að marka fjölmargar rannsóknir, því samkvæmt þeim er súkkulaði ekki jafn slæmt fyrir þyngdina og haldið hefur verið fram.
Svo það er greinilega alveg í fínu lagi að fá sér súkkulaði nokkrum sinnum í viku.
En nýleg rannsókn, sem birt var í Archives of Internal Medicine, leiddi í ljós að af þeim 1000 einstaklingum sem þátt tóku voru þeir sem borðuðu súkkulaði nokkrum sinnum í viku grennri en þeir sem fengu sér súkkulaði örsjaldan eða aldrei.
Ástæðan er ekki alveg að fullu kunn en talið er að súkkulaði innihaldi efnablöndu sem örvi þyngdartap í stað þess að safna fitu eins og áður var talið.
Katharine Hepburn
Leikkonan glæsilega, Katharine Hepburn, hreinlega elskaði súkkulaði og hún léta hafa þetta eftir sér:
„Það sem þú hefur hér fyrir augum þér er afleiðing af lífslöngu súkkulaðiáti“.
Við ætlum að taka Katharine okkur til fyrirmyndar!