Þær mættu í prufur í Britain´s Got Talent á dögunum og gjörsamlega dáleiddu dómarana og salinn – og mátti víða sjá tár á hvarmi yfir fallegum flutningi þeirra.
Það er mikil nostalgía sem fylgir konunum í stríðskórnum og þær taka mann svo sannarlega aftur til fortíðar. Þær eru níu talsins og kalla sig The D-Day Darlings og syngja lög frá stríðstímanum.
Draumur þeirra er að halda þessari tónlist lifandi og kynna hana nýrri kynslóð.