Svona má halda fúgunum á flísum hreinum – og koma í veg fyrir myglu.
Með þessari einföldu aðferð losnarðu við að þurfa sífellt að vera á hnjánum að hreinsa fúguna. Og þetta þarf heldur ekki að gera oft.
Það eina sem þarf er kerti! Sem sagt alveg ótrúlega einfalt.
Kertinu er einfaldlega nuddað í fúguna, en við það myndast ákveðin vörn gegn vatni og skít.
Við gerum svo ráð fyrir að hægt sé að nota grá og svört kerti á dökkar fúgur.