Nýjasta þáttaröð So You Think You Can Dance er þetta árið tileinkuð ungum dönsurum, þ.e.a.s. börnum og unglingum.
Yngsti keppandinn í ár er ekki nema 10 ára gamall en hann hefur sýnt ótrúlega hæfileika og er svo viðkunnanlegur að hann hefur heillað Ameríku upp úr skónum.
Dansfélagi hans, og sá sem valdi hann úr hópi annarra þáttakenda, er Robert fyrrverandi og farsæll þáttandi í So You Think You Can Dance. Þeir hafa náð ótrúlega vel saman og myndað tengsl sem skila sér beint í stórkostlegri samvinnu.
Þetta atriði hér er með flottari dansatriðum sem við höfum séð en höfundur þess er margverðlaunaður danshöfundur.