Við verðum að viðurkenna að við erum svolítið veik fyrir kartöflum og finnst gaman að prófa nýjar uppskriftir. Enda er endalaust hægt að leika sér með þessa fæðu.
Hér er uppskrift að rosalega góðum ofnbökuðum smáum kartöflum sem henta með hverju sem er.
Það sem þarf
1 kg. litlar kartöflur
¼ bolli jómfrúar ólífuolía
hvítlauksduft
paprikuduft
sjávarsalt
nýmulinn pipar
Aðferð
Hitið ofninn í 200 gráður.
Hreinsið kartöflurnar og skolið af þeim.
Setjið þær í pott og sjóðið í 10 mínútur.
Blandið ólífuolíu, hvítlauk og papriku saman í skál.
Takið kartöflurnar úr pottinum, leyfið aðeins að kólna og kremjið síðan eða skerið þannig að úr verði þykkar sneiðar.
Setjið í skál og hellið ólífuolíunni og kryddinu saman við og veltið kartöflunum upp úr blöndunni.
Smyrjið bökunarplötu með ólífuolíu.
Dreifið kartöflunum á plötuna og saltið og piprið.
Bakið í ofni við 200 gráður í 40 til 50 mínútur þar til þær eru gylltar og stökkar að utan.
Takið úr ofninum og dreifið graslauk yfir ef vill.
Njótið!