Allar konur hafa einhvern tímann á lífsleiðinni farið í megrun. Prufað allskyns kúra og ég veit ekki hvað. Ég man eftir einu þegar ég var lítil stelpa fyrir norðan og mamma var að borða einhverjar megrunar karamellur. Já, þetta er ótrúlegt allt saman.
Það eru bara ekki til neinar skyndilausnir því þessir kúrar virka ekki til langs tíma.
Hérna er smá samantekt af megrunarkúrum sem eru svo út í hött að það ætti enginn að reyna þetta.
Hvítkál, hvítkál og já, meira hvítkál
Hvítkálssúpu kúrinn er akkúrat það: hvítkálssúpa og ekkert annað í 7 heila daga. Það eina sem þessi kúr gerir fyrir þig er að þú missir vatnsþyngd.
Þessi kúr er vinsæll meðal fræga fólksins sem ætlar sér að missa mörg kíló á afar stuttum tíma. Þetta er stórhættulegt og afar óheilbrigt.
Greip ávöxturinn greip alla
Þessi kúr þar sem þú borðar greip ávöxt er afar einfaldur. Það sem þú þarft að gera er að borða greip ávöxt fyrir hverja máltíð og samkvæmt öllu áttu að léttast. Hljómar of gott til að vera satt. Smáaletrið sem fylgir þessum kúr hljómar svona: ekki neyta fleiri en 800 hitaeininga á dag.
Vá, takk greip ávöxtur… á að reyna að drepa mann.
Barnamatur… já ég veit, barnamatur í krukkum
Þessi kúr er auðvitað bara fyndinn. Frægar leikkonur í henni Hollywood hafa lofað þennan kúr í hástert. Ef þú vilt léttast hratt og mikið þá skaltu bara borða barnamat úr krukkum. Og 600 hitaeiningar á dag? Þær hljóta að liggja í yfirliði þessar gellur.
Eplaediks kúrinn
Epleaedik er sagt hraða á brennslunni og draga úr matarlyst. Þeir sem fara þessa leið eiga að taka eina til þrjár teskeiðar af edikinu fyrir hverja máltíð eða millimál. Þessu fylgir hætta, eplaedik er hátt í sýru og pirrar á þér hálsinn ef tekið er of oft.
HÉR má lesa greinina í heild sinni…