Avókadó er ein af þessum fæðutegundum sem passa með næstum öllum mat. Og hér notum við það með spagettí.
Avókadó er stútfullt af góðri fitu og er þess vegna sérstaklega gott fyrir hjartað. Rannsóknir sýna að réttir sem innihalda avókadó eru saðsamir og gera fólk saddara lengur.
Þessi ljúffengi pastaréttur hér að neðan er einfaldur, hollur og góður.
Það sem þarf
350 gr spagettí
2 avókadó
1 hvítlauksrif
1 búnt vorlaukur
safi úr 1 sítrónu
¼ bolli jómfrúar ólífuolía
sjávarsalt
nýmalaður svartur pipar
½ bolli steinselja
Aðferð
Setjið vatn í pott, saltið aðeins og hitið að suðu. Eldið spagettíið samkvæmt leiðbeiningum, eða 6 til 8 mínútur.
Á meðan pastað sýður búið þá til pestóið.
Takið utan af avókadóinu og skerið í bita. Setjið það svo í skál ásamt krömdum hvítlauknum, niðurskornum vorlauknum, sítrónusafanum og ólífuolíunni. Notið töfrasprauta til að mauka þetta saman þar til mjúkt.
Þegar pastað er soðið takið þá frá ½ bolla af vatninu áður en hellt er af því.
Bætið vatninu síðan við avókadó blönduna og blandið vel saman.
Blandið pestóinu saman við pastað og veltið spagettíinu vel upp úr því.
Kryddið með salti og pipar.
Stráið steinseljunni að lokum yfir.
Njótið!