Það er hvorki skemmtilegt né auðvelt að fara í megrun, því um leið og þú byrjar í einni slíkri þarftu að hætta að borða allt sem þér þykir gott. En sem betur fer er það ekki raunin í öllum tilfellum.
Þjálfari stjarnanna gefur góð ráð
Erin Oprea sem þjálfar stjörnurnar í Hollywood segir að þú þurfir aðeins að tileinka þér fjóra hluti þegar kemur að mataræðinu svo þú sjáir fljótt árangur.
Erin sem hefur meðal annars þjálfað kántrísöngkonuna heimsfrægu Carrie Underwood er höfundur bókarinnar The 4×4 Diet. En í bókinni kennir Erin fólki að breyta bæði útliti og líðan sinni með fjórum einföldum ráðum og fjögurra mínútna æfingakerfi.
Carrie segir í upphafsorðum bókarinnar: “Þetta eru ekki megrunarráð, þetta er miklu frekar lífsstílsbreyting sem hefur það að leiðarljósi að borða eins hreint og mögulegt er. Það besta af öllu er að þú þarft ekki að telja kaloríur. Prófaðu að fylgja þessum fjórum ráðum og sjáðu þær jákvæðu breytingar sem þú munt finna á líkama þínum og sál. Ég mæli hiklaust með þessu,“ segir Carrie að lokum.
Og hér eru þessi fjögur frábæru ráð
1. Forðastu sterkju á kvöldin
Hver elskar ekki pasta, kartöflur og brauð. Ekki hafa áhyggjur því Erin er ekki að segja að þú megir ekki borða þetta ljúfmeti framar, en bara ekki borða það á kvöldin. Sem er alveg rökrétt þar sem þessar fæðutegundir gefa mikla orku og eiga miklu meira heima á disknum þínum í hádeginu eða fyrr um daginn.
2. Minnkaðu sykurát
Við vitum öll að sykur er ekki hollur fyrir okkur og bara þess vegna ættum við að reyna að forðast hann. Erin segir að við þurfum ekkert að hafa of miklar áhyggjur af náttúrulegum sykri sem er að finna í til dæmis ávöxtum og fleiru, en þess í stað ættum við að einbeita okkur að því að draga úr öllu sem er með viðbættum sykri í.
Ekki borða neitt sem hefur meira en 5 grömm að viðbættum sykri. Stjörnuþjálfarinn mælir líka með að fara varlega í gosdrykkjaþamb, bakkelsi, sósur og fleira sem sykur leynist í.
3. Dragðu úr saltneyslu
Það er ómissandi að salta franskarnar og allt hitt sem okkur finnst gott að setja salt á. En hættu því segir Erin. Þetta er skaðvaldur. Hún hvetur sína skjólstæðinga til að halda saltinntöku undir 2000 mg á dag.
Hún bendir fólki líka á að salt leynist víða í mat, til dæmis í áleggi, osti og jafnvel brauði. Til að krydda matinn sinn á hollari hátt mælir stjörnuþjálfarinn með því að finna krydd í heilsubúðum sem inniheldur lítið af salti.
4. Dragðu úr áfengisneyslu
Engar áhyggjur – þú þarft ekki að hætta að drekka. En Erin leggur áherslu á að fólk sé meðvitað um hversu margar hitaeiningar eru í áfengi og í einum drykk sem þú kaupir á barnum. Hún mælir með því að halda áfengisdrykkju í lágmarki og drekka ekki meira en þrjá drykki á viku.