Hún Tia átti ekki að fá að sofa uppi í rúmi hjá eigendum sínum þegar hún kom til þeirra sem lítill hvolpur. En hún hafði sitt fram og laumaði sér iðullega upp í rúm á nóttunni.
Það var þá sem annar eigandinn byrjaði að syngja fyrir hana vögguvísur og Tiu þótti það afar notalegt og sofnaði vært út frá söngnum.
Og enn þann dag í dag, þegar Tia er orðin tæplega 6 ára, finnst henni gott að sofna við vögguvísur.
Yndislegt 🙂