Þau spila eins og fagmenn þrátt fyrir að vera pínulítil og það er alveg ótrúlegt að hlusta á þau.
Þessir litlu snillingar eru þarna að taka þátt í hæfileikakeppni í Norður-Kóreu og eru þau það ung og smá að gítararnir eru stærri en þau.
Sumum sem hafa horft á þetta myndband finnst þetta hálf óhugnalegt og finnst börnin vera eins og lítil vélmenni.
En dæmi nú hver fyrir sig!