Ískaldur morgunn og það þarf að skafa frosnar rúðurnar á bílnum.
Sumir setja reyndar bílinn í gang og miðstöðina á fullt og bíða svo þar til þetta er bráðnað – á meðan hamast aðrir á sköfunni.
Frábært trix
En það er til önnur mun þægilegri aðferð sem tekur enga stund… hviss bamm búmm og frostið er farið af rúðunni.
Þeir sem hafa prófað segja þetta svínvirka!
Fáðu þér sprautubrúsa og ísóprópanól (eða ísvara) sem ætti að fást á næstu bensínstöð. Blandaðu saman 1/3 hluta vatns og 2/3 hluta ísóprópanóls og settu blönduna í sprautubrúsa. Þessu er síðan sprautað á rúðuna.
Einfalt og fljótlegt.
Hér má sjá hvernig þetta er gert