Þetta er algjör snilld í ferðalagið og útileguna. Með þessu er hægt að útbúa handhægan og góðan mat á grillið sem einfalt er að elda. Og þennan rétt er hægt að undirbúa heima áður en farið er í ferðalagið. Auk þess þarf lítið sem ekkert að ganga frá í ferðalaginu sjálfu eftir þessa næringarríku máltíð.
Einn skammtur er útbúinn fyrir hvern og einn.
Það sem þarf
Álpappír – nóg af honum
Kjúklingabringur
Sætar kartöflur
Graslauk
Piri Piri sósu eða Garlic Chili sósu
Sesamfræ
Salt
Pipar
Magn hráefnis fer eftir fjölda en miða má við 1 kjúklingabringu á hvern og einn og 1/2 til 1 kartöflu (fer eftir stærð) – sem er þá sett í pappír fyrir hvern og einn.
Aðferð
Skerið kjúklinginn í teninga.
Skerið sætu kartöflurnar í bita.
Skerið graslaukinn niður.
Kryddið með sósunni og kryddinu.
Setjið allt í álpappír og gætið þess að hann sé nægilega þykkur.
Lokið álpappírnum.
Grillið á kola- eða gasgrilli þar til kjúklingurinn er tilbúinn – eða svona í kringum 25 mínútur.