Hvað ætli það séu margir einstaklingar sem eru óhamingjusamir og óánægðir í sínu sambandi eða hjónabandi?
Án efa þó nokkrir!
Ef þú ert ein/n af þeim ættirðu að hugsa þinn gang, því það er hreinlega óhollt fyrir þig og heilsu þína að vera í sambandi sem þú ert ekki sátt/ur í.
Kemur ekki á óvart
Í nýlegri rannsókn kom í ljós að einstaklingar sem eru í óhamingjusömu sambandi eða hjónabandi eru með hærri blóðþrýsting en þeir sem eru hamingjusamir í sínu sambandi. Þetta kemur kannski ekki á óvart.
Umræddri rannsókn var stýrt af Wendy Birmingham, prófessor í sálfræði við Brigham Young University, og var tilgangurinn að mæla hvernig áhrif hamingjusamt, óhamingjusamt og svona meðal (hvorki hamingjusamt né óhamingjusamt) samband/hjónaband hefði á blóðþrýsting.
Ekki gott fyrir heilsuna
Rannsóknn var reyndar ekki stór en það voru 94 pör sem tóku þátt í henni. Rétt rúmlega tuttugu pör, af þeim sem þátt tóku, voru hamingjusöm og var niðurstaðan sú að þeirra blóðþrýstingur mældist eðlilegur. En þeir sem hins vegar voru óhamingjusamir eða hvorki né voru með hærri blóðþrýsting en þeir hamingjusömu.
Þessar niðurstöður styðja við aðrar rannsóknir sem hafa verið gerðar í þessum málaflokki. Stór bresk rannsókn sem framkvæmd var árið 2013 leiddi meðal annars í ljós að það hvernig okkur líður í hjónabandi okkar eða í sambandi hefur meiri áhrif á heilsu okkar en aðrir þættir í lífinu eins og til dæmis börn eða gjaldþrot.