Konur velta gjarnan fyrir sér kynþokka karla – hvað heillar þær og hvað ekki.
Ef þú ert karlmaður og kominn á þann stað í lífinu að hárið á þér er farið að þynnast í kollvikunum og/eða á skallasvæði, og þú ert jafnvel farinn að óttast að kynþokki þinn fari dvínandi skaltu ekki hafa áhyggjur.
Samkvæmt nýlegri erlendri könnun kemur nefnilega í ljós að konum finnst sköllóttir menn mjög heitir.
Ekki fela skallann
Konum finnst samt fráhrindandi þegar menn taka upp á því að greiða yfir og gera tilraunir til að fela skallann. Ef þú gerir það er spurning um hvort það sé ekki komin tími til að raka allt hárið af.
Betri í rúminu
Það eru margir menn sem umvefja þá breytingu þegar hárið fer að þynnast með því að raka það allt af. Það sýnir ekkert nema sjálfsöryggi. Og konur hrífast af slíku. Ekki nóg með það því rannsóknir staðfesta að karlmenn með lítið hár hafa mikið testósterón sem þýðir að þeir hafa meira úthald og eru betri í rúminu en aðrir hárprúðir menn. Þetta vita konur.
Er hárið á þér farið að þynnast?
Af hverju ekki að prófa og sjá hvernig skallinn fer þér?
Hver veit, þú átt kannski kynþokkafyllstu ár þín í vændum.