Þau eru á aldrinum 4 til 11 ára og áttu sumir í hópnum sér þann draum að mæta í prufur í Britains Got Talent. Svo yfirkennari skólans tók málið í sínar hendur og mætti með hópinn í prufur þar sem þau slógu í gegn.
Atriði þeirra heillaði dómarana enda einkennist það af taumlausri gleði – og það var einmitt þessi einskæra gleði sem varð til þess að þau hlutu gullna hnappinn.
Þetta er gleðisprengja dagsins!