Það er aldrei gott að fara í bikínivax, það vita þær sem hafa prófað.
Auðvitað er samt undantekning á reglunni því sumum konum finnst þetta ekkert mál.
En hvað sem því líður þá eru hér nokkur skilaboð sem bikínivaxarar vilja að viðskiptavinir sínir hafi í huga og hætti að gera áður en þeir koma í vax, á meðan þeir eru í vaxi og þegar þeir eru í búnir í vaxi.
Þetta vilja þeir að þú vitir?
- Hættu að hafa áhyggjur af því að þú rakaðir ekki á þér fótleggina og fórst í fótsnyrtingu áður en þú komst í vax. Þau eru ekkert að spá í þetta, nákvæmlega ekkert!
2. Ekki halda að þú þurfir að aflýsa tímanum þrátt fyrir að þú sért á blæðingum. Það eru margar konur sem koma þrátt fyrir að þær séu á þessu mánaðarlega. Það gæti verið að húðin sé viðkvæmari á þessum tíma en ekki svo mikið að þú þurfir að hætta við. En það er góðfúsleg ábending að mæta með nýjan og ferska túrtappa. Það er vel þegið.
3. Ekki raka eða vaxa sjálf á milli tíma. Þetta er mjög mikilvægt. Það er ekki mikið sem við getum gert þegar hárin eru of stutt.Til að ná sem bestum árangri er best að láta fagmann vaxa með reglulegu millibili og vera ekkert að eiga við þetta sjálf í millitíðinni.
4. Ekki stunda kynlíf rétt áður en þú kemur í vax. Ekki að það hafi einhver áhrif á vaxið sjálft. En kynfærin eru bólgnari og það er hætta á útferð, sem er ekki heppilegast fyrir þann sem er að vaxa þig.
5. Hættu að biðjast afsökunar á kynfærum þínum. Margar konur biðjast meðal annars afsökunar á hversu loðnar þær eru. Hættið því. Þetta fer í taugarnar á þeim sem eru að vaxa. Þú ert nú einu sinni mætt í tíma til okkar til að snyrta brúskinn, ekki satt?
6. Ekki vera í símanum á meðan þú ert í vaxi. Það er vandræðalegt og óþægilegt fyrir alla aðila.
7. Ekki stunda kynlíf, fara í sund eða stunda erfiða líkamsrækt um leið og þú ert búin í vaxi. Svitaholurnar haldast opnar í 24 tíma eftir að það er vaxað, svo kynlíf, sund eða erfið líkamsrækt getur orðið til þess að bakteríur eigi greiðan aðgang inn í húðina. Þú vilt meðhöndla hana eins og opið sár og halda húðinni eins hreinni og mögulegt er í sólarhring eftir vaxið.
Heimildir-cosmopolitan.com