Þótt farið sé að hausta er vel hægt að skella kjúlla og fleiru á grillið og eru þeir margir sem grilla allan ársins hring.
Þessi skemmtilega uppskrift að sitjandi kjúlla er úr Stóru Alifuglabókinni eftir Úlfar Finnbjörnsson sem kom út hjá Bókaútgáfunni Sölku.
Það sem þarf
1 heill kjúklingur
olía
salt og nýmalaður pipar
1 chili-aldin, fræhreinsað og saxað
4 cm engiferrót, smátt söxuð
2 dl engiferdrykkur frá Himneskri hollustu
grillhólkur eða tóm bjórdós
2-3 dl BBQ-sósa
Aðferð
Penslið kjúklinginn með olíu og nuddið með salti og pipar að innan og utan.
Setjið chili-aldin, engiferrót og engiferdrykk ofan í grillhólkinn eða bjórdósina og komið fuglinum fyrir ofan á.
Setjið grillhólkinn (eða bjórdósina) á milliheitt grill og grillið undir loki í 45 mínútur.
Penslið þá fuglinn með ½ dl af BBQ-sósunni og grillið í 10 mínútur til viðbótar eða þar til kjarnhiti nær 70°C.
Berið fram með restinni af BBQ-sósunni og til dæmis grilluðu grænmeti, kartöflum og salati.
Verði ykkur að góðu.