Hinn 21 árs gamli Josh Daniels er þáttakandi í breska X Factor og mætti í prufur og söng í minningu vinar síns af svo mikilli tilfinningu að tárin runnu hjá dómurunum. Já, meira að segja hjá hinum víðfræga Simon Cowell. En þátturinn var sýndur 30. ágúst í Bretlandi.
Simon átti reyndar um sárt að binda því stuttu fyrir prufurnar, eða þann 5. júlí, hafði hann misst ástkæra móður sína og var prufum í X Factor meðal annars frestað af þeim sökum.
Augljóst var að Simon gat ekki haldið aftur af tárunum. Hann hefur orð á sér fyrir að vera grimmur dómari og verður sjaldan orða vant – en þarna kom hann hins vegar ekki upp orði heldur gekk aumur í burtu.