Þá er sumarið komið, eða alla vega samkvæmt dagatalinu, og áður en við vitum af verðum við komin í sandala og opna skó. Það er yndislegt að hleypa tásunum út eftir bomsurnar og ullarsokkana í vetur. En á móti eru fæturnir kannski ekki í sínu besta ástandi svona eftir veturinn.
Erum svo spennt fyrir þessari nýju vél
Auðvitað vilja flestir hafa mjúka og vel snyrta fætur alltaf en það skiptir okkur samt enn meira máli svona yfir sumartímann. Þess vegna eru þessar nýju vörur frá Scholl svo mikið þarfaþing að það hálfa væri nóg. Við hér á Kokteil erum alveg að missa okkur úr spenningi yfir þessari nýju vél, og auðvitað öllum nýju kremunum. Það er greinilegt að við getum öll verið með fætur mjúka eins og barnsrass í sumar – já líka karlpeningurinn.
Ætlum að gefa ykkur kæru lesendur
Af því okkur þykir svo vænt um lesendur okkar ætlum við að gefa þremur heppnum lesendum og vinum okkar eitt svona flott tæki, fótabað, dagkrem, næturkrem og serum. Allt eru þetta vörur fyrir fætur. Verðmæti hvers pakka er 17.000 til 20.000 krónur. Og það eina sem þú þarft að gera til að vera með í pottinum er að hafa „LÍKAГ við okkur á Facebook og deila þessari grein á vegginn þinn. Ofureinfalt! Við drögum út 13. maí, 18. maí og 25. maí.
Velvet Smooth frá Scholl
Þetta snilldartæki, Velvet Smooth, fjarlægir harða og grófa húð á nokkrum mínútum. Á tækinu er þægilegur raspur/rúlla með demantskristöllum sem skemmir ekki ystu lög húðarinnar. Fæturnir verða silkimjúkir eftir aðeins eina notkun. Það er einfalt og gott að halda á tækinu, mótorinn er sterkur og einfalt er að þrífa það. Síðan er hægt að kaupa áfyllingar fyrir rúllurnar í bæðu grófu og fínu. Í alvöru talað, þá hefur fótsnyrting aldrei verið auðveldari.
Eftir að hafa snyrt fæturna með tækinu er tilvalið að nota fótabaðið sem inniheldur grænan kavíar, sjávar-serum og E-vítamín. Góð afslöppun og hreinir fætur.
Dagkremið er lúxus rakakrem fyrir fætur. Kremið gengur vel inn í húðina og fæturnir verða silkimjúkir. Gott er að bera dagkremið á þurra húð einu sinni til tvisvar á dag. Í kreminu eru Omega-6 og A- og E-vítamín.
Næturkremið er borið á hreina og þurra fætur fyrir svefninn. Fæturninir verða einstaklega mjúkir og veitir kremið 72 tíma raka. Kremið inniheldur B5- og E-vítamín.
Intense Serum er gott fyrir húð sem er mjög þurr. Það er frábært að bera það á fæturna eftir að tækið hefur verið notað. Húðin verður mjúk og rakamettuð og árangur er vel sýnilegur. Í seruminu er grænn kavíar, pentavítin og hýalúronsýra en þetta hentar hvorki sykursjúkum né þeim sem eru með lélega blóðrás.
Það er nokkuð ljóst að við getum öll verið með silkimjúka og snyrtilega fætur í sumar.