Hann er ótrúlegur gleðipinni og það er bara varla nokkur leið að sitja kyrr á meðan hann flytur frumsamið lag sitt Wiggle and Wine.
Hinn sextugi Donches, sem fæddist í Bretlandi en ólst upp á Jamaíka, mætti í prufur í Britain´s Got Talent á dögunum og gerði hreinlega allt vitlaust með söng sínum og dansi.
Kynnar þáttarins sem og þrír dómarar enduðu uppi á sviði með honum í dansi og í lokin henti David í gullna hnappinn fyrir Donchez sem þýðir að hann fer beint í undanúrslitin.
Það er einfaldlega ekki hægt að sitja kyrr undir öllu þessu stuði… reyndu bara.