Við höfum flest verið í þessu sporum – að vera með grátandi barn og allir þurfa sinn svefn bæði þú og barnið. Þá eru oft góð ráð dýr!
Dóttir hans grætur og grætur svo hann tekur til sinna ráða og ákveður að skríða upp í rimlarúmið til hennar til að sjá hvort það virki.
Og það svínvirkaði því litla skinnið hætti að gráta um leið og hún fékk hlýjuna frá pabba sínum og gat kúrt hjá honum. En auðvitað áttaði hann sig svo á því um leið og hann var kominn í rúmið að það var engin undankomuleið … og hún ætlaði sér sko ekki að sleppa honum.
Yndislegt 😀