Það eru til ýmsar leiðir til að ná sér í prótein án þess að borða endalaust kjöt.
Prótein er mikilvægt fyrir líkamann og á sinn þátt í því að byggja upp og bæta vöðva hans og þá hjálpar það til við að halda meltingunni virkri.
Veitir fyllingu
Prótein veitir meiri fyllingu en kolvetni og fita sem gerir það að verkum að þér finnst þú södd/saddur lengur.
Ráðlagður dagskammtur af próteini er um 46 til 56 grömm á dag, fer eftir þyngd einstaklingsins. Til samanburðar má geta þess að venjulegur hamborgari inniheldur um 24 grömm af próteini.
Ef þú vilt auka próteinneyslu þína eru hér 17 aðrir kostir en kjöt
1 bolli hnetur – 41 gramm af próteini.
1 bolli graskersfræ – 39 grömm af próteini.
1 bolli ostur (t.d. harðostar) – 36 grömm af próteini.
1 bolli kotasæla – 28 grömm af próteini.
1 bolli hafrar – 26 grömm af próteini.
½ bolli tófú – 22 grömm af próteini.
1 bolli fitulaus grísk jógúrt – 22 grömm af próteini.
1 bolli nýrnabaunir – 21 gramm af próteini.
1 bolli hvítar baunir – 19 grömm af próteini.
1 bolli pinto baunir – 19 grömm af próteini.
1 bolli linsubaunir – 18 grömm af próteini.
1 bolli edamame baunir – 17 grömm af próteini.
1 grænmetisborgari – 11 grömm af próteini.
2 matskeiðar hnetusmjör – 9 grömm af próteini.
1 bolli eldað kínóa – 8 grömm af próteini.
1 bolli léttmjólk – 8 grömm af próteini.
1 bolli sojamjólk – 7 grömm af próteini.