Við vitum ekki með ykkur en okkur finnst sykurpúðar eitthvað svo jólalegir. Kannski er það hvíti liturinn eða það að sykurpúðar eru settir í heita súkkulaðið – en hvað sem það er þá er eitthvað jólalegt við þá.
Einmitt þess vegna langar okkur að deila með ykkur þessari uppskrift sem hún Lilja Katrín á blaka.is henti í á dögunum. En hér mætast Rice Krispies, súkkulaði og sykurpúðar.
Sannkallað sykurpúðagóðgæti
Það sem þarf
Botn
115 g mjúkt smjör
1 bolli sykur
2 egg
¾ bolli hveiti
1 tsk sjávarsalt
½ tsk lyftiduft
35 g brætt súkkulaði
Sykurpúðalag
2 bollar litlir sykurpúðar
Súkkulaðilag
170 g súkkulaði
½ bolli hnetusmjör
1 bolli Rice Krispies
Aðferð
Botn
Hitið ofninn í 180°C og smyrjið ílangt form, ca 30-33 sentímetra að lengd.
Blandið öllum hráefnum nema súkkulaði vel saman. Bætið því næst súkkulaðinu saman við og blandið vel saman.
Skellið þessu inn í ofn í 15-17 mínútur.
Sykurpúðalag
Dreifið sykurpúðunum yfir botninn og setjið aftur inn í ofn í um 3 mínútur.
Takið formið út úr ofninum og leyfið þessu að kólna.
Súkkulaðilag
Bræðið súkkulaði og hnetusmjör saman í potti yfir vægum hita.
Blandið Rice Krispies saman við og smyrjið yfir sykurpúðalagið.
Kælið í um klukkustund og njótið síðan.
Þú færð allt hráefni í þessa uppskrift í