Þrátt fyrir að vatnsmelónur séu 92% vatn innihalda þær engu að síður fullt af næringarefnum sem eru góð fyrir okkur.
Má þar t.d. nefna B-1, B-2, B-3 og B-6 vítamín, fólinsýru, magnesíum, fosfór, kalíum, sink og lycopene.
Það er því vel þess virði að bæta vatnsmelónum inn í mataræðið enda eru þær afar frískandi og tilvalið að nota þær í góðan og hollan drykk.
Þessi melónudrykkur er frábær við bólgum og uppþembu í líkamanum
Uppskriftin miðast við 2 drykki.
Það sem þarf
2 bolla af vatnsmelónu
1/3 miðlungsstóra afhýdda agúrku
3 meðalstórar gulrætur
2 sellerístilka
½ rauða papriku, hreinsaða og án kjarna
¼ bolla ferska steinselju
2 matskeiðar ferskt kóríander
örlítið af piparrót
Aðferð
Skellið öllu hráefninu í góðan blandara og hrærið vel.
Hellið safanum í glös.
Það er síðan afar svalandi og gott að setja klaka út í safann.
Njótið!