Þessi sænska kladdkaka minnir okkur svolítið á franska súkkulaðiköku.
Þetta er einföld og ljúffeng kaka sem gaman er að bjóða upp á í eftirrétt eða bara með kaffinu á sunnudegi.
Uppskriftin er úr bókinni hennar Evu Laufey Kjaran, Matargleði Evu frá Bókaútgáfunni Sölku.
Verði ykkur að góðu!
Það sem þarf
110 gr. smjör
2 egg
100 gr. sykur
4 msk. kakó
2 tsk. vanillu extrakt
1 dl. hveiti
1/2 tsk. salt
110 gr. pekanhnetur
1 dl. karamelluíssósa
Aðferð
Hitið ofninn í 175°C.
Bræðið smjörið og setjið í skál.
Blandið eggjum, kakói, sykri, vanillu og hveiti út í og hrærið allt saman.
Smyrjið 22 cm smelluform og hellið deiginu í það.
Bakið kökuna í miðjum ofni í 20 mínútur.
Takið kökuna út úr ofninum.
Ristið pekanhneturnar og hitið karamelluíssósu í potti, bætið pekanhnetum út í sósuna og setjið blönduna á kökuna eða berið fram með henni.
Það er afskaplega gott að bjóða upp á þeyttan rjóma að auki.