Ef þú ert að leita að hinum fullkomnu kartöflum með helgarmatnum þá þarftu ekki að leita lengra – því hér eru þær.
Þetta eru uppáhalds kartöflur fjölskyldunnar en þær eru alveg einstaklega góðar og svo er heldur ekkert mál að útbúa þær.
Ég hef ekki tölu á því hversu oft ég hef útbúið þessar ljúffengu parmesan kartöflur en þær smellpassa bæði með lambi og nauti – alveg hrikalega góðar.
Það sem þarf
1/2 kg. litlar rauðar kartöflur þvegnar og skornar til helminga
50 gr. smjör
1/2 bolli niðurrifinn Parmesan ostur
salt og pipar
hvítlauksduft
Annað krydd eins og rósmarín, basilíka og oregon til að dreifa yfir að lokum ef vill
Aðferð
Hitaðu ofninn í 200 gráður.
Settu smjörpappír í ofnskúffu ef þú vilt ekki setja þetta beint á bökunarplötuna (ég set þetta alltaf beint á ofnskúffuna).
Bræddu smjörið í potti og dreifðu því yfir smjörpappírinn eða plötuna sjálfa með pensli.
Dreifðu ostinum yfir smjörið.
Saltaðu, pipraðu og settu hvítlauksduftið.
Leggðu kartöflurnar á andlitið ofan á smjörið, ostinn og kryddið
Settu þetta inn í ofn og bakaðu í 30 til 35 mínútur
Þegar þú tekur þetta út úr ofninum leyfðu kartöflunum þá að kólna í 5 mínútur áður en þú tekur þær af plötunni.
Sjáðu hér í myndbandinu hvernig þetta er gert
jona@kokteill.is