Eftir að hafa komið með hina hefðbundnu tilkynningu og boðið alla farþega velkomna um borð í flugið gerðist þessi flugstjóri heldur betur rómantískur.
Persónuleg tilkynning
Ellis hefur flogið fyrir flugfélagið Qantas í 30 ár og eins og gefur að skilja verið með ótal tilkynningar til farþega um borð. En í þetta sinn var hann með gjörólíka tilkynningu og öllu persónulegri en venjulega.
Eftir að hafa beint orðum sínum til allra farþega tilkynnti hann að um borð væri mjög sérstakur farþegi sem héti Anna og í kjölfarið kom bónorð á spænsku og síðan á ensku.