Blandarinn er mikið notaður á mörgum heimilum enda hægt að útbúa alls kyns góðgæti með honum. En mörgum finnst hins vegar ekki skemmtilegt að þrífa hann.
Að þrífa blandarann getur verið bæði leiðinlegt og tímafrekt. En með þessari einföldu og fljótlegu aðferð er það lítið mál.
Tekur enga stund
Þetta er svo einfalt. Þú setur vatn í óhreinan blandarann og smá uppþvottalög út í og kveikir á honum.
Þú leyfir þessu að malla í smástund á meðan blandarinn hreinsar sig sjálfur. Að lokum hellir þú vatninu úr og skolar sápuna af undir rennandi vatni og þurrkar með viskustykki. Og viti menn, blandarinn er tandurhreinn!
Sjáðu hér í myndbandinu hvað þetta er einfalt