Að stunda kynlíf reglulega hefur góð áhrif á hjartastarfsemina. En niðurstöður breskrar rannsóknar hafa leitt í ljós að karlmenn sem stunduðu kynlíf að minnsta kosti tvisvar í viku á 20 ára tímabili voru í minni hættu á að látast af hjartasjúkdómum heldur en þeir karlar sem stunduðu kynlíf sjaldnar en einu sinni í mánuði.
Oft og reglulega
Rannsóknin sýndi einnig fram á að á 10 ára tímabili var sá hópur sem stundaði kynlíf oft og reglulega 50% ólíklegri til að deyja skyndilega heldur en hópurinn sem gerði það sjaldnar. Sá munur minnkaði hins vegar eftir því sem árin urðu fleiri.
Þetta er þó alltaf spurning um orsök og afleiðingu segja sérfræðingar. Þeir telja að þeir einstaklingar sem eigi heilbrigt og gott kynlíf stundi yfir höfuð heilbrigt líferni. Engu að síður segja þeir kynlíf hjálpa til við að koma reglu á hormónana, og þá sérstaklega estrógen og testósterón. En þessir hormónar gegna veigamiklu hlutverki í líkamanum, bæði karla og kvenna.
Hár blóðþrýstingur og streita
Þá hafa rannsóknir líka leitt í ljós að reglulegt kynlíf hafi góð áhrif á blóðþrýsting og streitu. En þeir sem stunda kynlíf reglulega eru ólíklegri til að kljást við of háan blóðþrýsting, og þá höndla þeir víst einnig streitu betur en hinir.