Sumar rannsóknir og vísindalegar niðurstöður eru einfaldlega miklu skemmtilegri en aðrar.
Og það á svo sannarlega við þessa rannsókn sem framkvæmd var við háskólana í Brighton og Exeter í Englandi.
Rauðvín og súkkulaði
Vísindamennirnir komust að þeirri niðurstöðu að það að drekka rauðvín og borða súkkulaði sé leyndarmálið á bak við unglega húð.
En samkvæmt þeim innihalda bæði rauðvín og súkkulaði efni sem hjálpa til við endurnýjun á gömlu DNA – sem gerir það að verkum að húðin verður unglegri. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu sem sagt fram á að bæði súkkulaði og rauðvín hjálpi til við að endurnýja gamlar frumur, geri þær unglegri og fái þær til að haga sér meira eins og ungar frumur.
Niðurstöðurnar sláandi
Þegar við eldumst og fáum hrukkur glata DNA þræðirnir í frumunum þeirri vörn sem litningaendarnir veita, en þeir virka nokkurn veginn eins og plastið fremst á skóreimum. Og afleiðingin er sú að frumurnar eiga smám saman erfiðara með að endurnýja sig.
Í rannsókninni notuðu vísindamennirnir efnablöndu byggða á efnum sem finna má í rauðvíni, dökku súkkulaði, rauðum vínberjum og bláberjum – og bættu því við líkamsfrumur. Samkvæmt þeim voru niðurstöðurnar sláandi og tók það aðeins nokkra tíma fyrir frumurnar að skipta sér og öðlast lengri litningaenda. Gömlu frumurnar höguðu sér eins og ungar frumur sem var kraftaverki líkast samkvæmt þeim sem að rannsókninni standa.
Þannig að viljir þú unglega og slétta húð er kannski ráð að fá sér rauðvínsglas og súkkulaði í kvöld.
Rannsóknin var birt í BMJ Cell Biology.