Því verður ekki neitað að hunang getur verið afskaplega gott fyrir heilsuna.
Ekki er nóg með að það sé hollt fyrir líkamann heldur getur það líka verið ansi hjálplegt að neyta hunangs reglulega.
Með því annað hvort að drekka vatn með hunangi eða neyta þess í öðru formi má bæta úr ýmsu kvillum.
Hér eru 9 atriði sem hunang hefur góð áhrif á
1. Við kvefpestum og hósta
Flestir vita hvað hunang getur verið gott gegn kvefpestum. Það er gott ráð við hósta og sárum hálsi og gagnlegt getur verið að fá sér matskeið af sítrónusafa með hunangi. Og bolli af heitu vatni með hunangi er auðvitað nauðsynlegt fyrir kalda vetrarmánuði.
2. Við uppþembu
Það finnst engum gott að vera uppþembdur og getur langvarandi uppþemba verið afar hvimleið. Hunang er afar gott við uppþembu og stórgott ráð að fá sér bolla af volgu vatni með hunangi.
Einnig er gott er blanda hunangi og kanil saman til að losna við uppþembuna. Þá er líka gott að setja hunang út í kamillute.
3. Fyrir aukna orku
Hunang getur gert þér gott þegar þig vantar auka orku og þarft að ná blóðsykrinum upp. Því má segja að hunang sé náttúrulegur orkudrykkur.
4. Fyrir minnið
Hunang er fullt af andoxunarefnum sem geta hjálpað til við að koma í veg fyrir skemmdir og eyðileggingu heilafrumna. Rannsóknir hafa sýnt fram á að með því að taka eina skeið af hreinu hunangi (lífrænu) megi koma í veg fyrir minnistap og bæta skammtímaminnið.
5. Fyrir ónæmiskerfið
Hunang er víst afar gott fyrir ónæmiskerfi líkamans en sýnt þykir að það bæti heilsuna. Það er fullt af ensímum, vitamínum og steinefnum sem vernda þig gegn bakteríum.
6. Hreinsun líkamans
Með því að drekka heitt/volgt vatn með hunangi má hjálpa líkamanum að hreinsa sig. Og auk þess má einnig bæta sítrónusafa saman við til að auka þvaglát, sem ætti þá um leið að losa eiturefnin hraðar úr líkamanum. En vatn og hunang gerir engu að síður sitt gagn.
7. Fyrir húðina
Margir vita hversu gott hunangið getur verið fyrir húðina – en það hefur t.d. góð áhrif á bólur í formi maska. Blanda má hunangi við sítrónusafa og sojamjólk og bera á andlitið sem maska en sú blanda á að draga úr brúnum blettum.
8. Fyrir þyngdina
Þrátt fyrir að það sé sykur í hunangi þá er það náttúrulegur sykur. Þess vegna getur hunang hjálpað til við þyngdina þar sem það fullnægir sætindaþörfinni og kemur í veg fyrir að þú borðir of mikið af sælgæti, kexi, kokum og öðru slíku.
Hitaeiningarnar í hunanginu er líka góðar þar sem hunangið gerir heilsu þinni gott.
9. Fyrir svefninn
Ef þú átt erfitt með að sofna gæti verið gott ráð að fá sér volgt vatn með hunangi áður en þú ferð í rúmið. En hunangið er talið geta hjálpað til við svefninn þar sem það hefur áhrif á efnaskipti heilans.