Þessir krúttlegu jólasveinar úr jarðarberjum eru stórsniðugir til að skreyta diska og borð núna fyrir og um jólin.
En auðvitað eru þeir svo líka fyrst og fremst til þess að borða.
Þú þarft jarðarber, „frosting“ krem eða vel þeyttan rjóma og súkkulaðidropa.
Einfalt, skemmtilegt og jólalegt!
Og allir á heimilinu geta tekið þátt í því að búa þá til 🙂