Það er alltaf gaman að gera eitthvað svolítið öðruvísi. Og þótt það sé ekkert nýtt að matur sé borinn fram í skeiðum er það nú ekki oft sem maður býður upp á slíkt í eldhúsinu heima hjá sér.
Hér er hugmynd að fullkomlega einföldum eftirrétti sem er hreint himneskur með kaffinu – og hann er borin fram í matskeiðum.
Það sem þú þarft
- 1/2 bolli dökkt súkkulaði
- 1/4 bolli hvítt súkkulaði
- 1 tsk palmín feiti eða smjör
- Hershey’s piparmintukossa eða súkkulaðikossa (er hvítt og rautt og fæst í Kosti)
Aðferð
Settu bökunarpappír á plötu. Settu svo Hersey‘s súkkulaðið í matvinnsluvél eða blandara til að kurla það niður.
Því næst bræðir þú súkkulaðið. Settu dökka súkkulaðið í skál og bræddu í örbylgjunni. Það er gert með því að hita það í 10 sekúndur í einu og hræra setja aftur í 10 sekúndur og hræra og síðan koll af kolli þar til það er bráðið.
Settu svo súkkulaðið í sprautupoka og klipptu gat á endann og legðu til hliðar.
Þú gerir það sama með hvíta súkkulaðið. Setur það í skál og inn í örbylgjuofn og hitar í 10 sekúndur hrærir og setur aftur í 10 sekúndur í örbylgjuna, hrærir og svo framvegis.
Settu svo súkkulaðið í sprautupoka og klipptu gat á endann og leggðu til hliðar.
Settu nú skeiðar á bökunarplötu og passaðu að hafa haldið á skeiðinni á brúninni á skúffuni svo hún haldi jafnvægi.
Sprautaðu nú dökka súkkulaðinu í skeiðarnar. Sprautaðu svo línum af hvíta súkkulaðinu yfir og stráðu svo Hersey‘s piparmyntu kurlinu yfir.
Það er í raun hægt að leika sér með þetta að vild. Til dæmis hafa hvíta súkkulaðið í grunninum og skreyta með því dökka og framvegis. Það er um að gera að láta hugmyndaflugið ráða og hafa gaman af þessu.
Það er engin spurning, Þessar slá í gegn!
Sigga Lund
Uppskrift fengin af vefnum www.bakersroyale.com