Það er alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt og ef það er litríkt þá er það enn betra.
En hefur þú prófað Lucky Charms Latte?
Þessi flippaði drykkur er ekki bara gómsætur og algert augnayndi – heldur hefur hann líka slegið í gegn á flottum kaffihúsum erlendis.
Góðu fréttirnar eru hinsvegar þær að þú þarft ekki að fara til útlanda til þess að prófa þennan. Það er ekkert mál að gera hann heima. Hér er uppskrift fyrir fjóra og þetta er minnsta mál.
Það sem þú þarft
1 bolli mjólk
1 bolli Lucky Charms morgunkorn
nokkrir dropar af matarlit af eigin vali
2 bollar þeyttur rjómi eða sprauturjómi
6-8 bollar heitt kaffi
Aðferð
Settu mjólkina í pott ásamt morgunkorninu og hitaðu á meðalhita að suðu. Passaðu bara að suðan komi ekki upp.
Á meðan mjólkin og morgunkornið hitnar settu þá nokkra dropa af matarlit (af eigin vali) út í þeyttan rjómann. Blandaðu varlega saman. Það er nóg að rjóminn verði hálf röndóttur, það þarf ekki að blanda alveg saman.
Síðan tekurðu hituðu mjólkina og sigtar morgunkornið frá.
Settu kaffi í bolla og bættu mjólkurblöndunni út í (þú hefur hlutföllin eins og þú vilt).
Toppaðu svo með litaða þeytta rjómanum og Lucky Charms sykurpúðunum.
Hringdu nú í vinkonurnar og bjóddu þeim yfir í Lucky Charms latte … það er eitthvað svo flippað 🙂
Sigga Lund
Uppskrift fengin af www.tablespoon.com