Fáir slá hendinni á móti brakandi pepperoni pizzu, eða bakaðri kartöflu með góðri steik, mmm…
En að sameina þetta tvennt er eitthvað sem fáum hefur dottið í hug.
Við á Kokteil kynnum því til leiks bakaða pepperoni pizzakartöflu. Hefurðu smakkað?
Hún er stjarnfræðilega góð svo ekki sé meira sagt. Svo er líka einfalt og fljótlegt að matreiða hana.
Það sem þú þarft
Bakaða kartöflu
Ólífuolíu
Salt og pipar
Rifinn ost
Pepperoni sneiðar, stórar og smár
Aðferð
Byrjaðu á því að stinga í kartöflurnar með gaffli.
Nuddaðu þær svo upp úr ólífuolíu og saltaðu og pipraðu.
Bakaðu í ofni við 210 gráður í 40-45 mínútur.
Skerðu nú í kartöflunar eftir endilöngu og losaðu aðeins um þær.
Settu þá pizzasósu í botninn og pepperoni sneiðar yfir.
Því næst setur þú rifinn ost og toppar svo með smáum pepperoni sneiðum/bitum.
Bakaðu kartöflurnar aftur í 180 gráðu heitum ofni þar til osturinn er bráðinn og „voila“ kartöflurnar eru tilbúnar.
Fyrir þá sem vilja þá er gott að bera þær fram með pínulitlu af smjöri.