Tómatsósa. Þessi rauða sósa sem við notum óspart á franskarnar, á pulsuna, út á spagettíið og fleira.
En vissir þú að tómatsósuna má nota í fleira en að borða hana? Já hana má víst nota á fleiri vegu!
Hér eru nokkur dæmi
1. Þú getur pússað silfur skartgripina þína með tómatsósu
Ef þú ert ein/n af þeim sem notar ekki megnið af silfurskartinu þínu vegna þess að það hefur fallið svo á það, þá er þetta fyrir þig. Það eina sem þú þarft að gera er að setja skartgripinn í pínulítið af tómatsósu, leyfa honum að liggja þar í 10 mínútur og að lokum skola hann og bursta með vatni.
Sjáðu hvað þetta er lítið mál hér í myndbandinu
2. Þú getur notað tómatsósu í hárið
Ljóshærðar konur með strípur kannast vel við þetta vandamál. En það gerist oft að það kemur einhverskonar gul eða/og græn slykja yfir strípurnar. En í staðinn fyrir að eyða miklum peningum á hárgreiðslustofu til að laga litinn notaðu tómatsósu, hún dregur úr gula/græna litnum.
Þú þarft ekki að nota svo mikið af sósunni, en nuddaðu henni inn í hárið líkt og þú gerir við hárnæringu og leyfðu henni að liggja í tíu mínútur og skolaðu svo. Þetta svínvirkar!
3. Notaðu tómatsósubréf sem litla kælipoka
Margir eiga samansafn af litlum tómatsósubréfum í ísskápnum. Þetta safnast þar saman og er oftast hent þegar bréfin eru orðin of mörg. En fyrir alla muni, ekki henda þeim.
Settu þau í frystibox inn í frysti og notaðu þau sem litla kælipoka sem hægt er að grípa til þegar einhver fær lítinn skurð eða minniháttar meiðsli.
4. Notaðu flöskuna þegar hún er orðin tóm
Þegar þú hefur lagað á þér hárið og hreinsað alla skartgripina stendur þú uppi með tóma tómatsósuflösku. Ekki henda henni, það er nefnilega hægt að nota flöskuna líka á nokkra vegu.
Til dæmis er sniðugt að setja pönnuköku- eða skonsudeig í flöskuna þegar þú bakar til að sprauta deiginu á pönnuna til að fá hina fullkomnu hringlaga köku eða til að setja barnamálninguna í til að geyma. Hér er um að gera að láta hugmyndaflugið ráða.