Það er fátt betra en góður eftirréttur. Enda velja sumir og ákveða eftirréttinn á undan aðalréttinum.
Ef þig vantar hugmynd að stórgóðum rétti erum við með lausnina. Flestir kannast við Hasselback kartöflur en hér er frábær uppskrift að Hasselback eplum.
Þetta er alls ekki flókið að útbúa og tekur ekki nema um 15 mínútur. Og er alveg tilvalið sem eftirréttur eða bara með kaffinu á sunnudegi.
Þvílík dásemd!
Það sem þarf
2 stór rauð epli
4 msk. púðursykur (skipt í tvo hluta)
¾ tsk. kanill (skipt í tvo hluta)
2 ½ msk. bráðið smjör (skipt í tvo hluta)
2 msk. haframjöl
1 tsk. hveiti
¼ tsk. salt
bökunarsprey
… og vanilluís
Aðferð
Blandið saman í skál helmingnum af púðursykrinum, helmingnum af kanilnum og helmingnum af smjörinu.
Hrærið vel saman.
Skrælið eplin og kjarnhreinsið.
Skerið þau síðan í tvo hluta og skerið sneiðar inn í eplið en ekki skera í sundur.
Spreyið eldfast mót með bökunarspreyi.
Leggið eplin í mótið.
Smyrjið kanilblöndunni yfir eplin með pensli.
Lokið síðan með álpappír og bakið í ofni við 200 gráður í 20 mínútur.
Takið út úr ofninum og fjarlægið álpappírinn varlega í burtu.
Setjið aftur inn í ofn í 10 mínútur.
Blandið þá saman í skál restinni af púðursykrinum, smjörinu, kanilnum og bætið við haframjöli, hveiti og salti.
Hrærið saman og setjið ofan á eplin.
Eplin fara síðan aftur inn í ofn í 10 mínútur.
Setjið grillið á í 2 mínútur til þess þau verði gyllt.
Berið fram með vanilluís
… og njótið!
Sjáðu hér í myndbandinu hvernig þetta er gert
jona@kokteill.is