Þau eiga fjórar stelpur og eiga von á fimmta barninu og af því tilefni ákveður móðirin af upplýsa fjölskylduna um kyn barnsins með lítilli kökuveislu.
Dæturnar fjórar fá allar litlar bollakökur sem eru annað hvort með bleikri eða blárri fyllingu. En foreldrarnir héldu að fimmta barnið gæti nú kannski verið drengur.
Þegar dæturnar hafa allar bitið í kökurnar og fyllingin kemur í ljós bregst faðirinn við á ótrúlegan hátt. Hann stendur upp og labbar út og gerir nokkuð óvænt.
Fyrir þá sem ekki þekkja til þá gæti þetta virst svolítið skrýtið og dramatískt. En það geta allir verið rólegir því faðirinn er afskaplega sæll með allar dæturnar – og var þetta meira gert fyrir alla þá sem halda að hann sé í öngum sínum yfir fimm dætrum á heimilinu